A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Frá mötuneyti SKG í Grunnskólanum á Ísafirði. Mynd: bb.is
Frá mötuneyti SKG í Grunnskólanum á Ísafirði. Mynd: bb.is
Gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum Ísafjarðarbæjar hefur hækkað talsvert frá síðasta skólaári. Í samningi Ísafjarðarbæjar við SKG veitingar er getið um að vísitöluhækka eigi samninginn einu sinni á ári samkvæmt vísitölu neysluverðs í ágúst. Undanfarin ár hefur niðurgreiðsla bæjarins einnig verið vísitöluhækkuð. Ef notast er við sömu forsendur og undanfarin ár er gjaldskrá mötuneytisins í Grunnskóla Ísafjarðar eftirfarandi: SKG verðið verður 540 krónur en niðurgreiðsla bæjarins verður 170 krónur á hverja máltíð þannig að stök máltíð til nemenda verður 370 krónur. Einn mánuður mun þá kosta 9.882 krónur ef gengið er út frá 18,6 dögum að jafnaði í mánuði. Haustönnin mun því kosta 24.087 krónur og vorönn 30.969 krónur.

Í grunnskólunum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri mun stök máltíð kosta 323,50 og einn mánuður 6.017 krónur. Haustönnin mun því kosta 21.060 og vorönnin 27.077 kr. Til glöggvunar má geta þess að ein máltíð kostaði 320 kr. hjá SKG í fyrra eftir að niðurgreitt hafði verið um 150 krónur. Þetta kom fram í tillögu að niðurgreiðslu á fæðiskostnaði nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar skólaárið 2008-2009 sem samþykkt var fyrir bæjarráði í gær.

 

Til samanburðar voru lögð fram plögg um mötuneytisverð og fyrirkomulag víðs vegar um land. Í Garðabæ var engin niðurgreiðsla til mötuneyta og ef valin er áskrift alla daga kostar máltíðin 428 krónur en annars 436 kr. Ef nemendur eru í áskrift í Reykjanesbæ kostar máltíðin 421 kr. en þar greiða nemendur 190 kr. og niðurgreiðsla bæjarins er því 231 króna. Einnig er þar hægt að kaupa klippikort og kostar þá máltíðin 569 kr., en af því greiða nemendur 312 kr., og er niðurgreiðslan 257 kr. á máltíð. Í Kópavogi var verð til nemenda 235 en ekki var gefið upp hve mikið bærinn greiðir niður máltíðirnar.

 

Á Ólafsfirði kostar skammturinn 510 krónur og er hlutur nemenda af því er 380 kr. Á Siglufirði kostar máltíðin 540 kr. eða 380 kr. til nemenda og nemyr niðurgreiðslan því 160 krónum. Auk þessa greiðir sveitarfélagið starfsmann í 70% stöðu. Ekki er um niðurgreiðslu að ræða á Akureyri en eldað er í eldhúsum skólanna og því einhver stöðugildi greidd af bænum. Ef öll önnin er keypt kostar máltíðin 284 krónur en ef farið er í mánaðaráskrift þarf að kaupa að lágmarki 10 máltíðir í mánuði sem kostar þá 384 krónur.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31