08.12.2016 - 06:52 | Vestfirska forlagið,Komedia,Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi
Gísli á Uppsölum í Gamla-bankanum á Selfossi
Einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi á morgun, föstudaginn 9. desember 2016 kl. 20:00.
Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti. Boðið verður uppá umræður að sýningu lokinni um sýninguna og efni hennar.
Miðaverð er 3.500 kr. og geta þeir sem vilja tryggt sér miða með því að hringja í síma 894 1275 milli 18 og 20 á kvöldin eða senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is.
Húsið verður opnað kl. 19:30.