27.08.2010 - 15:46 | bb.is
Gera ekki athugsemdir við þorskeldi
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við leyfisveitingu til Álfsfells ehf., vegna væntanlegs þorskeldis í Dýrafirði en erindi þessa efnis var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar í fyrradag. Í erindinu var óskað eftir því að útvíkka leyfi til þorskeldis og að það nái einnig til kvíaeldis í Dýrafirði. Erindinu fylgdi bréf frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagna um málið.