22.03.2010 - 22:29 | BB.is
Gengið um Dýrafjörð
Síðan var haldið niður í átt að varpinu og niður í fjöru og saga varpsins rakin og menn fengu sér nestisbita og kaffi. Þá var farið aftur yfir ána á fjölum og leist sumum ekki á, en enginn datt nú í ánna. Sæmundur hafði einnig bíl með kerru til taks ef á þyrfti að halda. Þá voru skoðaðar gamlar rústir við árósinn og meðal annars minnt á rústir virkjunar sem tilheyrðu Núpsskóla og framleiddi rafmagn fyrir skólann áður og fyrr.
Því næst var haldið aftur heim á hlað að Núpi og göngumenn þökkuðu fyrir sig og héldu heim á leið. Gengnir voru um fimm kílómetra og tók gangan um tvær klukkustundir.