A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
12.06.2017 - 17:15 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Dýrafjarðardagar,Vestfirska forlagið

GLÆSILEGIR DÝRAFJARÐARDAGAR Í VÆNDUM

Fjör á Dýrafjarðardögum.
Fjör á Dýrafjarðardögum.

Hinir árlegu Dýrafjarðardagar verða með einkar glæsilegum hætti þetta árið, en hátíðin fer fram dagana 30. júní – 2. júlí 2017.

Enn er verið að vinna í dagskránni en nú þegar er búið að fastnegla marga afar áhugaverða viðburði sem dekka vítt áhugasvið. Má þar nefna fyrirlestur Óttars Guðmundssonar geðlæknir um kynlíf í fornsögunum. Einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, ætlar að trylla lýðinn á dansleik. Frábærir tónleikar hans á Aldrei fór ég suður um páskana eru öllum í fersku minni sem þá sóttu og öruggt að Gauti mun ekki draga neitt af sér og sínum mönnum þegar hann rappar í dýrfiskri sumarnóttinni.

Einnig má nefna tónleika í Þingeyrarkirkju þar sem þær Jóhanna Halldórsdóttir og Helga Aðalheiður Jónsdóttir leiða saman krafta sína í áhrifaríku tónleikaprógrammi byggðu á íslensku þjóðlögunum. Áheyrendur eru teknir með í tímaferðalag aldir aftur í tímann og upplifa þannig eitt ár af blæbrigðum árstíðanna. Tölvuhljóð eru eftir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða.

Ýmislegt verður í boði fyrir yngri kynslóðirnar, eins og hoppukastalar, loftboltar, Ævar vísindamaður mætir á svæðið og margt fleira.

Þá verður gönguferð um slóðir Gísla Súrsonar í Haukadal og einnig gönguferð með leiðsögumanni um Keldudal.

Nánari upplýsingar um Dýrafjarðardaga má nálgast hér.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31