A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.02.2019 - 10:53 |

Fyrstu gestir 2019

Fágæt sjón blasti við meðlimum Þingeyrarakademíunnar þegar hún mætti til fundar í Sundhöllinni í morgun. Lítlum húsbíll hafði nefnilega verið hagalega fyrir komið á tjaldvæðinu, sem er ekki alvanalegt í febrúar mánuði.

 

Þegar fréttaritari Þingeyrarvefsins bankaði uppá tók ungt ástralskt par, þau Brayden og Kelsea, brosandi á móti honum. „Við erum bara í sumarfríi. Vinur okkar mældi með Vestfjörðum, hann sagði að Vestfirðir væru fallegasti hluti Íslands. Við urðum þá auðvitað að sjá þennan landshluta með eigin augum“

 

Aðspurð leituðu þau á internetinu að tjaldsvæðum sem opin eru á þessum árstíma, en samkvæmt því sem þau fundu eru einungis þrjú slík opin á öllu Vesturlandi og Vestfjörðum - og á Þingeyri er eitt þeirra.

 

„Hér er loftslagið og landslagið öðruvísi en við eigum að venjast. Þar sem við búum í Ástralíu eru engin fjöll og alveg flatt, og hitinn fer aldrei niður fyrir 15 gráður. Við erum mjög ánægð að losna frá hitanum í smá tíma. Við sáum norðurljósin í gærkvöldi og það var draumi líkast“ sögðu ævintýragjörnu ferðalangarnir Brayden og Kelsea að lokum.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31