A A A
Ísafjarðarkirkja
Ísafjarðarkirkja
Næstkomandi mánudag, þann 20. september klukkan 20:00 verður haldinn í Ísafjarðarkirkju fundur á vegum samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á norðanverðum Vestfjörðum. Séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur í Reykjavík mun halda
erindi og kynna málefnið. Sigfinnur er manna fróðastur á þessu sviði. Ætlar hann einnig að segja okkur frá ýmsum kostum hvað varðar form og fyrirkomulag á starfinu.
Ætlunin er að þessi fundur verði upphaf að starfi í vetur á sviði sorgar og sorgarviðbragða. Þeir sem hafa reynt ástvinamissi eru hvattir til að mæta á fundinn.

Þar að auki eru allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30