06.07.2017 - 19:47 | Vestfirska forlagið,Stjórnarráðið,Björn Ingi Bjarnason
Fundir nefndar um byggðakvóta kynntir á landsbyggðinni
Nefnd um endurskoðun byggðakvótakerfisins hefur skilað tillögum sínum til ráðherra og mun kynna þær á samráðsfundum víða um land í þessari og næstu viku.
Fundadagskráin er þessi:
- Félagsheimilinu á Raufarhöfn, fimmtudaginn 6. júlí kl. 12-14.
- Félagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 7. júlí kl. 14-16.
- Hótelinu á Þingeyri mánudaginn 10. júlí kl. 12-14.
- Hótelinu á Breiðdalsvík þriðjudaginn 11. júlí kl. 10-12.
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í Reykjavík 12. júlí kl. 14-16.
Tillögurnar verða birtar opinberlega í næstu viku en hægt verður að senda starfshópnum athugasemdir fram í lok júlí. Síðan fer málið í vinnslu í ráðuneytinu og fer að sjálfsögðu í hefðbundið umsagnarferli ef frumvarp kemur fram í þinginu.