27.04.2016 - 09:01 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Fundað um Hrafnseyri og Auðkúlu
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur mun flytja fyrirlestur í dag í sal Þjóðminjasafnsins kl. 12. Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum, sem staðið hefur yfir frá árinu 2011 og einkum beinst að tveimur jörðum í firðinum; Hrafnseyri og Auðkúlu.
Á Hrafnseyri hafa fundist merki um kola- og járnvinnslu og er talið að þar hafi verið búið strax á 10. öld. Í landi Auðkúlu fannst landnámsbýli við Dysjargil og einnig kirkjugarður með litlu bænhúsi.