A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
21.11.2009 - 12:43 | BB.is

Fundað um Dýrafjarðargöng

Fundurinn verður haldinn í hádeginu 28. nóvember í Edinborgarhúsinu.
Fundurinn verður haldinn í hádeginu 28. nóvember í Edinborgarhúsinu.
Opinn fundur um Dýrafjarðargöng verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í hádeginu laugardaginn 28. nóvember. Á fundinum verður kynnt umhverfismat um göngin og störf nefndar á vegum samgönguráðuneytisins um vegalagningu á Dynjandisheiði. Þá verða lögð fram ávörp fulltrúa þingflokka og drög að ályktun fundarins. „Hugmyndin er sú að menn leggi fullan stuðning við Dýrafjarðargöng. Þau eru inni á vegaáætlun og við viljum halda þeim þar. Þó svo að það séu mörg verkefni sem ráðast þarf í á Vestfjörðum er það algjört lykilatriði að tengja suður-og norðanverða Vestfirði saman og við ætlum að leggja áherslu á að það verði gert sem fyrst," segir Kristinn H. Gunnarsson sem verður með framsögu á fundinum. Fundurinn er haldinn sama dag og síðasta sprengjan er sprengd í Bolungarvíkurgöngum. „Við vildum á þessum tímamótum vekja athygli á næsta stóra verkefni," segir Kristinn.

 

Nokkrir einstaklingar tóku sig saman og efndu til fundarins. Auk Kristins má nefna Halldór Halldórsson í Ísafjarðarbæ, Sigurður Pétursson í Ísafjarðarbæ, Ragnar Jörundsson í Vesturbyggð, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir á Tálknafirði, Eggert Stefánsson á Ísafirði, Sigmundur Þórðarson á Þingeyri og Sigurður Jón Hreinsson í Ísafjarðardjúpi.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30