12.02.2018 - 14:23 |
Fréttablaðið birtir svipmyndir frá Þingeyri
Blaðamaður Fréttablaðsins á Vestfjörðum var staddur á Þingeyri um helgina og birti myndir og frásagnir héðan:
Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri segir að sveitin hafi sloppið vel. Eina verkefnið hingað til hafi verið að aðstoða sjúkraflutningabíl í gærkvöldi sem ekið hafði útaf veginum. Tókst að lokum að moka veginn og koma manneskjunni í sjúkrabílnum undir læknishendur.
Þá hafi dagurinn í dag farið í að útbúa og deila út rjómabollum í tilefni bolludagsins á morgun. „Við gerum þetta á hverju ári. Þá kaupum við bollur og setjum á þær rjóma. Síðan göngum við í hús og seljum þær.“
Hann segir að árlega seljist hátt í 500 bollur. „Við erum að hafa ágætlega úr þessu. Þetta er svona svipuð innkoma og úr flugeldasölunni,“ segir Kristján að lokum.
Lesa áfram.