A A A
19.02.2019 - 09:35 |

Framvinda í viku 7

Áframhaldandi flottur gangur í gangagreftri og lengdust göngin um 88,8 m í síðustu viku.

Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 962,7 m og samanlögð lengd ganga 4.620,3 m sem er 87,2% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 680,7 m.

Auk gangagerðar vinnur verktaki jöfnum höndum í vegagerð og er vegurinn að göngum óðum að taka á sig mynd. Efni úr göngum er ekið í vegfyllingar frá göngum og til vesturs en í vesturendanum og í átt að göngum hefur mest allt efnið komið úr Kjarnansstaða- og Ketilseyrarnámum. Þá hefur verktaki undanfarnar vikur verið að vinna efni í rofvörn á vegfláa þar sem vegur liggur meðfram og í sjó í vesturendanum og er það efni úr Nautahjallanámu.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30