A A A
29.08.2019 - 14:53 |

Framvinda Dýrafjarđarganga

Brúin yfir Mjólká
Brúin yfir Mjólká
« 1 af 6 »

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 33-34 við vinnu Dýrafjarðarganga.

 

Byrjað var á að leggja frárennslis- dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Dýrafirði ásamt niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl og tengibrunnum  fyrir rafmagn.

 

Haldið var áfram vinnu við vatnsvarnir í göngunum. Búið er að koma fyrir um 19.000 boltafestingum og setja upp um 10.000 m2 af einangrunarklæðingu. Byrjað verður að sprautusteypa yfir klæðingarnar í vikunni.

 

Búið er að flytja allan búnað fyrir steypuvinnu á vegskála yfir í Arnarfjörð og setja saman krana og annan búnað. Verið er að undirbúa fyrir fyrstu steypufæru í yfirbygginu ásamt því sem haldið hefur verið áfram með að steypa sökkla undir vegskálann.

 

Í Dýrafirði var byrjað að leggja burðarlag á kaflanum næst endanum þar sem vegurinn tengist núverandi vegi. Sem fyrr var efnisvinnsla í fullum gangi í Arnarfirði og er verið að framleiða efni sem fer í veginn í göngunum.

 

Búið er að rífa mót frá brúargólfinu á brúnni yfir Mjólká og byrjað að moka efni undan henni. Vinna við brúargólfið á brúnni yfir Hófsá er hafin.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá brúna yfir Mjólká, undirstöður fyrir brúargólf í Hófsá, vinnu við sökkla í vegskálanum í Arnarfirði og útlagningu á burðalagi í Dýrafirði.

 

Fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga

Baldvin Jónbjarnarson

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30