A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Útskriftarnemar Fræðslumistöðvar á Þingeyri ásamt Auði Ólafsdóttur kennara og Smára Haraldssyni forstöðumanni.
Útskriftarnemar Fræðslumistöðvar á Þingeyri ásamt Auði Ólafsdóttur kennara og Smára Haraldssyni forstöðumanni.

Átta konur á Þingeyri útskrifuðust þann 21. janúar 2015 frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða úr 120 stunda námi af námsbrautum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Konurnar starfa allar hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Þingeyri. Þær hófu námið í október og hafa lagt sig mikið fram og stundað það af kappi, segir á heimasíðuFræðslumiðstöðvarinnar. Í tilefni útskriftarinnar gerðu þær sér glaðan dag og borðuðu saman enda búnar að vinna fyrir því. 

Námið á Þingeyri samanstóð af tveimur námsskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Annars vegar Meðferð matvæla sem er 60 kennslustunda nám þar sem meðal annars er fjallað um gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælavinnslu, geymsluþol, merkingar á umbúðum, hollustu máltíða, ofnæmi og óþol og fæðuflokkana. Kennari var Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur. Hins vegar var 60 kennslustunda nám sem kallast Þjónustuliðar – grunnnám en meðal námsþátta þar eru líkamsbeiting, smitgát, öryggismál, þjónusta, sótthreinsun, ræsting og skyndihjálp. Megin þungi kennslunnar í þjónustuliðanáminu var á herðum Auðar Ólafsdóttur hjúkrunarfræðings og Hörpu Guðmundsdóttur iðjuþjálfa en aðrir kennarar komu einnig að kennslunni.


Náminu var komið á í góðri samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og er í raun til fyrirmyndar um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta stutt starfsfólk sitt til þess að sækja sér aukna þekkingu og eflst þannig í starfi. Þetta er afrakstur verkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvestur kjördæmi sem Fræðslumiðstöðin hefur átt aðild að undanfarið eitt og hálft ár.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31