A A A
  • 1950 - Margrét Guđjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
08.10.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

Frá smalamennskum í Fjáreyjum

M.a. svona er féđ flutt milli gjáa og einnig látnar síga niđur í sjó(fjöru) beint í báta. Ţessi mynd er frá Tjörnuvík í Fćreyjum
M.a. svona er féđ flutt milli gjáa og einnig látnar síga niđur í sjó(fjöru) beint í báta. Ţessi mynd er frá Tjörnuvík í Fćreyjum
« 1 af 5 »

Við vorum að spyrja um smalamennskur í Færeyjum um daginn eftir frásagnir og myndbirtingar úr smalamennskum hér í Vestfirsku Ölpunum.

   Nú höfum við fengið frásögn og stórkostlegar myndir frá vini okkar, Magnúsi Ólafs Hanssyni frá Bolungarvík, nú starfandi hjá Atvest  á Patreksfirði, af göngum og réttum í Færeyjum. 

   Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir. Jafnframt minnum við á, að Færeyingar standa okkur þjóða næst. Þeir sem skröpuðu saman alla peninga sem þeir áttu til á eyjunum og lánuðu okkur frændum sínum eftir Hrunið.

  
Magnús segir:

 Heill og sæll kæri vin

Þú spurðir á dögunum á Þingeyrarvefnum hvernig færeysku fé væri smalað. Hér koma nokkrar staðreyndir úr smalamennsku í Færeyjum.

   Réttarpeli var hafður um hönd en þó ekki í líkingu við okkar íslenska sið. Hins vegar var drukkinn færeyskur bjór.

   Ég bjó þarna í tvö ár og fór einu sinni í réttir, þá var boðið upp á nýslátrað með kjötsúpu fyrir þá sem mættu á staðinn. Ekki man ég eftir að menn rifust, hins vegar kættust menn og konur í réttunum.

« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30