Frá Dýrafjarðardaganefnd
Súpugerðar fólk!
Nú leitum við til ykkar Þingeyringa.... Við viljum bjóða gesti og aðra í súpu á sama tíma og gengið er um eyrina og valið fallegsta garðinn..... Því leitum við til þeirra sem luma á góðri súpuuppskrift og langar að leyfa öðrum að smakka... Einnig mega þeir sem langar að prófa á frekar stórum hópi að gera uppáhalds naglasúpuna sína. Lagður verður til rjómi fyrir þá sem vilja vera með og 6 lítra af súpu eða meira.....
Sjálfboðaliðar!
Nú auglýsum við eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 14 ára og eldri í fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi starf við Dýrafjarðardagana sem verða 4-6 júlí n.k. Okkur vantar t.d:
Grillara
Í andlitsmálun
Í leiki
Að hafa umsjón með hoppukastala
Aðstoð við dorgveiðikeppni ofl.
Sölubásar!
Nú erum við að skipuleggja, og viljum því biðja fólk, fyrirtæki og félagasamtök að skrá sig ef það hefur hug á að fá bás í sölutjaldinu. Takmarkað pláss er í tjaldinu og nefndin áselur sér rétt til að leyfa styrktaraðilum að ganga fyrir.
Áhugasamir vinsamlegast skráið ykkur hjá Daðey í síma 867-1699 eða á arnborg_@hotmail.com eða hjá Ástu í síma 867-0371 eða á astak@simnet.is
Kveðja, Nefnd Dýrafjarðardaga