Flutningsgjöld á Íslandi eru sér á báti: Saga af flutningsgjöldum á landsbyggðinni
Alveg eru þau stór merkileg flutningsgjöldin á Íslandi.
Sjáiði til dæmis forlagið við ysta haf:
Það sendir með Íslandspósti 6 kg bókapakka Þingeyri – Ísafjörður – Reykjavík - Njarðvíkur. Slík sending kostaði fyrir áramót 1,324 kr. án vsk. með heimsendingu, þegar búið er að draga frá 15% afslátt. Búið á punktum.
Jæja. Svo skulum við segja að sama sending, 6 kg hafi farið með vöruflutningabíl sömu leið til baka Njarðvíkur – Reykjavík - Ísafjörður – Þingeyri. Sem einu gildir. Og hvað haldið þið? Slík sending kostar 3,981 kr. án vsk þegar búið er að draga frá 15% afslátt. Hér koma við sögu gjöld eins og vörumeðhöndlun, olíugjald, afgreiðslugjald, stykkjavörugjald o. fl.
Sem sagt það munar 2,667 kr. á þessum blessuðu 6 bókakílóum eftir flutningsaðila.
Reikningsfróðir menn eru ekki í vandræðum með að reikna út hvað þetta munar mörg hundruð prósentum.
Er þetta hægt, Matthías?