Flugeldasala björgunarsveitanna
Björgunarsveitirnar á norðanverðum Vestfjörðum standa vaktina eins og aðra björgunarsveitir þessa dagana, ekki bara við að koma fólki í neyð í skjól heldur líka við fjáröflun því græjulaus björgunarsveit kemur að litlu gagni í óveðrum á fjöllum. Nú er lag að styðja við bakið á sveitunum og þakka fyrir sig.
Þingeyri:
Á Þingeyri er það Björgunarsveitin Dýri sem stendur vaktina og í dag er opið frá kl. 16:00 – 21:00 en á morgun frá 10:00 – 12:00 í björgunarsveitarhúsinu að Sjávargötu 8.
Brennan fer fram á Þingeyrarodda kl. 20:30 en flugeldasýning Dýra verður að venju á þrettándanum.
Bolungarvík:
Í Bolungarvík fer flugeldasalan fram að Hafnargötu 60 í Bolungarvík og í dag er opið frá 18:00 – 22:00 en á morgun, gamlársdag frá kl. 10:00 – 16:00. Ernismenn eru líka með opið 6. janúar frá 16:00 – 18:00.
Brennan verður að venju inn á sandi við gamla flugvöllinn og þar mun björgunarsveitin að venju bjóða upp á flugeldasýningu. Á þrettándanum verður líka brenna og flugeldasýning.
Suðureyri:
Björgunarsveitin Björg á Suðureyri er með opið í dag frá 16:00 – 22:00 en á morgun frá 10:00- 16:00. Salan fer fram að Skólagötu 3
Brennan fer svo fram við Hlaðnes kl. 20:30 þar sem sveitin býður upp á mergjaða flugeldasýningu.
Flateyri:
Flugeldasalan Björgunarsveitarinnar Sæbjargar er í Bryggjuhúsinu og í dag er opið frá 20:00 – 22:00 en á morgun, gamlársdag, er opið frá 11:00 – 13:00.
Hin árlega blysför verður farin frá Orkubúshúsinu að brennunni sem verður á smábátabryggjunni, mæting er kl. 20:00 og það eru Kiddi Valdi og Steini Jó sem standa vaktina, líka frá kl. 13:00 – 14:00 þegar blysin verða útbúin og þá væru nokkrar dósir vel þegnar. Flugeldasýningin hefst svo uppúr kl. 20:30
Um Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitina Tinda í Hnífsdal var fjallað hér.