A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
10.04.2015 - 17:22 | Vestfirska forlagið

Flokkur framliðinna

Gunnlaugur Sigmundsson.
Gunnlaugur Sigmundsson.

Haustið 1994 hélt Framsóknarflokkurinn á Vestfjörðum prófkjör vegna þingkosninga vorið eftir.

Í prófkjörinu tókust þeir á um fyrsta sætið, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Pétur Bjarnason, og hafði Gunnlaugur betur eftir harða baráttu. Gunnlaugur ferðaðist um alla Vestfirði fyrir prófkjörið og kom þá m.a. á Bíldudal, sem álitinn var sterkt vígi Péturs.

Þegar Gunnlaugur er staddur á Bíldudal hringdi til hans kunningi hans Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvá-Al-mennra. Ólafur er afkomandi Péturs Thorsteinssonar, hins þekkta athafnamanns á Bíldudal. Ólafur spurði Gunnlaug hvar hann væri staddur þessa stundina og hvernig gengi í baráttunni. Gunnlaugur sagðist vera á Bíldudal, sem væri talið höfuðvígi Péturs Bjarnasonar, svo hann geti nú varla gert sér stórar væntingar um árangur á þeim stað.

Eitthvað þótti Ólafi Gunnlaugur vera daufur yfir stöðunni, svo hann segir: 
Ætli ég verði ekki að hafa samband við mitt fólk á Bíldudal og biðja það að styðja þig?
Þitt fólk? spurði Gunnlaugur. Er ekki þitt fólk hér á Bíldudal allt í kirkjugarðinum? 
Ólafur svaraði á móti:
Ert þú ekki í framboði fyrir flokk framliðinna?

 

Úr bókinni -Vestfisrkir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu- sem Vestfirska forlagið gaf nú út fyrir jólin.

 

Vestfirska forlagið

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31