A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
04.07.2017 - 21:38 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Flat­eyr­ing­ar söfnuđu hálfri millj­ón

Liđsmenn Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sć­bjarg­ar af­henda tals­mönn­um söfn­un­ar­inn­ar rúm­ar 500 ţúsund krón­ur sem söfnuđust. Ljósm.: mbl.is/​Ingi­leif
Liđsmenn Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sć­bjarg­ar af­henda tals­mönn­um söfn­un­ar­inn­ar rúm­ar 500 ţúsund krón­ur sem söfnuđust. Ljósm.: mbl.is/​Ingi­leif
Rúm hálf millj­ón króna safnaðist á fjór­um dög­um í söfn­un sem Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg á Flat­eyri efndi til meðal Flat­eyr­inga vegna ham­far­anna á Græn­landi. Söfn­un­ar­féð var af­hent á Flat­eyri í gær. 

Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg efndi til söfn­un­ar í þágu íbúa Nu­uga­atsiaq síðastliðinn miðviku­dag en með henni vildu Flat­eyr­ing­ar end­ur­gjalda þann stuðning sem Græn­lend­ing­ar sýndu þeim í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995.

„Græn­lend­ing­ar studdu dyggi­lega við bakið á okk­ur og okk­ar sam­fé­lagi í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995 og var sá stuðning­ur ómet­an­leg­ur,“ sagði í til­kynn­ingu frá björg­un­ar­sveit­inni í síðustu viku.

Heild­ar­upp­hæðin, 518 þúsund krón­ur, var af­hent lands­söfn­un­inni Vinátta í verki í gær klukk­an 15 fyr­ir fram­an leik­skól­ann á Flat­eyri, en leik­skól­inn var á hættu­svæði þegar snjóflóðið féll 1995. Flat­eyr­ing­ar fengu því nýj­an leik­skóla að gjöf frá Fær­ey­ing­um eft­ir flóð.

Þau Íris Ösp Heiðrún­ar­dótt­ir og Karl Ottosen Faurschou, tals­menn söfn­un­ar­inn­ar, tóku á móti söfn­un­ar­fénu.


« Júlí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31