A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
28.09.2016 - 12:46 | bb.is,Ísafjarðarbær,Vestfirska forlagið

Flateyringar beðnir afsökunar

Flateyri og fjallið Þorfinnur. Ljópsm.: BIB
Flateyri og fjallið Þorfinnur. Ljópsm.: BIB

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting á að sýnið væri mengað. Í bréfi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins til bæjarráðs segir að misskilningur hjá starfsmönnum eftirlitsins hafi valdið því að starfsmönnum Ísafjarðarbæjar var ekki gert viðvart um mengunina.

Heilbrigðiseftirlitið hefur haft þann háttinn á að gera viðkomandi sveitarfélagi viðvart við fyrstu sýnatöku, en ekki er gripið til aðgerða fyrr en mengun er staðfest með öðru sýni. Eitthvað varð til þess að önnur sýnataka fór ekki fram fyrr en 12. september, þegar tvö vatnssýni voru tekin á Flateyri. Þann 15. september barst staðfesting á mengun í báðum sýnum og þá fyrst komust upplýsingar til skila til starfsmanna Ísafjarðarbæjar. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir að geislunarbúnaður á Flateyri var þrifinn og settar upp nýjar perur. Vatnssýni sem hafa verið tekin síðan hafa öll verið laus við gerlamengun. 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir augljóst að bæta þurfi samskiptaleiðir Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðiseftirlitsins, til að svona ástand skapist ekki aftur. Ísafjarðarbær ætlar einnig að skerpa á sínum verkerlum. 


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31