A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
05.01.2015 - 20:22 | bb.is,BIB

Fjöruperlur hlutu Virðisaukann

Kristín Helgadóttir tekur við Virðisaukanum af hendi Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Kristín Helgadóttir tekur við Virðisaukanum af hendi Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Kristín Þórunn Helgadóttir á Þingeyri hlaut Virðisaukann, frumkvöðlaverðlaun Ísafjarðarbæjar í ár en viðurkenningin var veitt í Smiðjunni á Þingeyri 2. janúar. Kristín býr til svokallaðar Fjöruperlur sem eru skartgripir unnir úr vestfirsku klóþangi. Þarakúlurnar eru þurrkaðar og pússaðar svo náttúrulegur litur þeirra haldi sér. Bæði hönnun og vinnsla er alfarið í höndum Kristínar. „Ég er bara á fullu alltaf niðrí skemmu núna að pússa og bora,“ segir Kristín þegar bb.is hafði samband við hana. „Ég er að vinna með perlurnar sem ég tíndi seinasta sumar en verða seldar næsta sumar. Þetta er svo langt ferli að búa til skartgripi af þessu tagi. Fjöruperlur Kristínar voru seldar hjá Vestfirsku verzluninni þangað til hún lokaði en núna er bara hægt að nálgast perlurnar hjá Kristínu sjálfri á Vestfjörðum, en þær eru líka seldar í versluninni Kraum í Reykjavík. 

Virðisaukinn eru veitt af atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar. Í rökstuðningi þeirra fyrir valinu á Fjöruperlum segir: „Fjöruperlur fá Virðisaukann vegna þeirrar fáránlega góðu hugmyndar að nota þang, sem mörgum finnst ekkert sérstaklega fallegt, og gera úr því fallega skartgripi. Kristín Þórunn sýnir mikla útsjónarsemi með því hvernig hún hefur þróað leið til að vinna úr hráefninu og breyta því í verðmæti. Við getum lært það af Kristínu Þórunni að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt í leit að verðmætum og náttúruauðlindum. Hún tók vannýtta auðlind og gerði úr, við tengjum okkur við hafið og það sem hafið gefur. Þess bera að geta að Kristín Þórunn Helgadóttir hlaut viðurkenninguna handverksmaður ársins 2014 á Handverkshátíðinni 2014.“ 

Virðisaukinn er ætlaður sem hvatning til þeirra sem sýna frumkvæði í málum er lúta að sveitarfélaginu og samborgurunum. Við veitingu þeirra er einkum tekið mið af framlagi við að auka fjölbreytni í atvinnu, menntun eða afþreyingu, að auka sýnileika sveitarfélagsins á landsvísu, sérstaks árangurs, framtaks á sviði þróunar vöru, þjónustu eða markaðssetningar. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2002 en þeir sem hafa fengið verðlaunin eru Hraðfrystihúsið – Gunnvör, 3X Technology, Sveinbjörn Jónsson, Glitnir ehf., Klofningur ehf., Háskólasetur Vestfjarða, tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður og Fossadalur.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31