A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
30.05.2017 - 11:14 | Björn Ingi Bjarnason,Fjórðungssamband Vestfirðinga,Reykhólavefurinn,Vestfirska forlagið

Fjórðungsþing samþykkir stofnun Vestfjarðastofu

62. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.
62. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.

62. Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Félagsheimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 24. maí s.l.. Þingið sóttu 30 fulltrúar úr sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Þingið er nú haldið í annað sinn með breyttu sniði með áherslu á ársfundarmál en málefnaþing eru síðan haldin að hausti.

 

Mikilsverð mál kölluðu hinsvegar á að vera tekin til umræðu þ.e. stofnun og mótun framtíðarsýnar Vestfjarðastofu og innviðamál. Afgreiddi þingið umboð til stjórnar FV að stofna Vestfjarðastofu með sameiningu starfsemi FV og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Góður rómur var síðan í umræðu um eflingu raforkukerfis á Vestfjörðum, byggingu virkjana og uppbygging flutningskerfis.

 

Í ræðu formanns við kynningu á skýrslu stjórnar FV, kom fram að starfsár FV hafi verið óvenju starfsamt og kröftugt að þessu sinni.  Þar fór helst fyrir vinnu að undirbúningi stofnunar Vestfjarðastofu með vinnslu tillögu fyrir 62. Fjórðungsþing sem var síðan samþykkt á þinginu.

 

Annað stórt mál var stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, með tillögu að gerð svæðisskipulags og hafa flest sveitarfélög á Vestfjörðum samþykkt að gerast aðilar að slíkri vinnu. Þá hefur stjórn FV samþykkt að setja saman verkefni, undir heitinu brothætt byggð, til að mæta erfiðum aðstæðum sem blasa íbúum Árneshrepps. FV hefur leitað eftir samstarfi við Byggðastofnun, sem hefur haft samskonar verkefni í öðrum stöðum á landinu.

Þá fagnaði formaður þeim áhuga og krafti sem komið hefur inn hefur inn í orkuumræðu Vestfjarða nýverið. Vísaði hann til þess að á þinginu kynnti Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks og forstjóri HS Orku, fyrir þinginu hugmyndir um Orkubyltingu á Vestfjörðum, í dreifingu og öflun.

Að lokum ræddi formaður um samgöngumál á Vestfjörðum, þann stóra áfanga sem náðist með samþykki útboðs á Dýrafjarðargöngum, en um leið þau vonbrigði sem felast í töfum á ákvörðun um endurnýjun Vestfjarðavegar 60 um Gufudalssveit. Lagði formaður ríka áherslu á að í því máli verði hvergi gefið eftir þar til framkvæmdin hefur verið boðin út.

 

Á þinginu var lögð fram tillaga að breytingu á atkvæðavægi og vogtölukerfi FV. Niðurstaðan sú að flytja málið yfir á haustþing FV, sem verður haldið í Reykjanesi, Súðavíkurhreppi, og stofna milliþinganefndar sem fjallar um málið og skilar áliti til haustþings.

 

Nánari efni er að finna vef FV, www.vestfirdir.is en upplýsingar og viðtöl veitir formaður FV Pétur G Markan í síma 698 4842



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31