Fjölmenni hjá Vestfirska forlaginu á Bókamessunni í Ráðhúsi Reykjavíkur
Þar las Hlynur Þór Magnússon úr bók sinni Mishlýjar örsögur að vestan, en það eru gamansögur af Vestfirðingum lífs og liðnum, sem sumir kalla sannar lygasögur. Einnig sagði Finnbogi Hermannsson gamansögur af Vestfirðingum.
Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjaldssandi var heiðurs- og leynigestur Vestfirska forlagsins á staðnum og kom hann fram fyrir hönd nokkurra Vestfirðinga og gerði það með glæsibrag að venju.
Guðmundur Haglín Guðmundsson frá Hrauni á Ingjaldssoandi lék nokkur lög á harmonikku.
Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði, forlagsstjóri hjá Vestfirska forlaginu, stjórnaði samkomunni.
Fjölmenni var á samkomunni og skemmtu gestir sér hið besta.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á samkomunni í dag þar sem gestir voru baðaðir vetrarsól höfuðborgarinnar eins og sjá má en sólin kveður brátt Vestfirðainga á heimaslóð í tvo mánuði.