Fjallabræður og Raggi Bjarna í Hveragerði á morgun 7. nóvember 2012
Áhugaverðir tónleikar verða haldnir í Hveragerðiskirkju á morgun, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Á tónleikunum koma fram Fjallabræður, Magnús Þór Sigmundsson, Raggi Bjarna og barnakór Grunnskóla Hveragerðis.
Halldór Gunnar kórstjóri er að safna röddum um land allt í lag sitt Ísland og bætir nú inn röddum tónleikagesta í safnið. Lionsklúbbur Hveragerðis stendur fyrir tónleikunum og allir sem að verkefninu koma gefa vinnu sína. Tónleikarnir eru til styrktar kaupa á hjartalínurita fyrir heilsugæsluna í Hveragerði.
Verð aðgöngumiða er kr. 2.500- Forsala aðgöngumiða fer fram í Tíunni Hveragerði, einnig er hægt að panta miða á netfanginu: roggipe@gmail.com
Lionsklúbbur Hveragerðis hvetur alla til að mæta á einstaka skemmtun og styðja um leið mjög gott málefni.