A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
09.09.2010 - 18:24 | bb.is

Fiskvinnsla hafin á Þingeyri

Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri
Fiskvinnsla Vísis á Þingeyri
Fiskvinnsla hófst á ný hjá Vísi á Þingeyri í morgun en fyrirtækið hefur verið lokað frá 1. júní vegna langvarandi hráefnisskorts.Vísiskipið Jóhanna Gísladóttir er að landa á Þingeyri og er því vinnsla hafin nokkrum dögum á undan áætlun. Aðspurður segist Viðar Friðbertsson, rekstrarstjóri Vísis á Þingeyri, ekki heyra annað á mannskapnum en að hann sé ánægður með að vera kominn aftur til starfa. „Það er bjart yfir okkur núna."

Vísir hóf rekstur á Þingeyri fyrir áratug og starfa þar að jafnaði 25-30 manns. Rúmlega þrjátíu manns bættust á atvinnuleysisskrá eftir að Vísir ehf., sagði upp kauptryggingu hjá flestum starfsmönnum vegna vinnslustöðvunarinnar. Rúmlega 10 manns voru fyrir á atvinnuleysisskrá á Þingeyri og voru því um 40 án atvinnu á staðnum í byrjun sumars.

Auk Þingeyrar er Vísir hf. með starfsstöðvar í Grindavík, á Djúpavogi og á Húsavík.Vísir gerir út fimm báta og landa þeir þar sem hentar hverju sinni. Aflanum er síðan ekið á milli vinnslustöðva eftir þörfum.
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31