A A A
  • 1989 - Torfi Geir Símonarson

Ný bók frá Vestfirska forlaginu:

 

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Fiskur að handan eftir Sigvalda Gunnlaugsson. Hann var fæddur og uppalinn í Hofsárkoti í Svarfaðardal. Var bóndi á þeim bæ í rösk þrjátíu ár og vann þar enn kominn á áttræðisaldur. 

   Í skóla á Laugum, hjá Arnóri skólasjóra, kviknaði áhugi til skrifta, um fólkið í landinu og örlög þess. Brauðstrit búskaparára olli því að fátt varð um skriftir um langan aldur. En þegar ellin færðist yfir og hans var ekki lengur þörf í fjósi, hóf Sigvaldi að rita minningar frá atburðum æsku sinnar og frásögnir af viðburðum á langri ævi. 

   Bókin er samstarfsverkefni Vestfirska forlagsins og systkinanna frá Hofsárkoti. Hún er prentuð í Ásprenti á Akureyri.

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31