03.01.2011 - 15:06 | bb.is
Fékk tæpar 24,3 milljónir í lottó
Einn var með allar tölur réttar í lottóinu og kvöld og fær hann tæpar 24,3 milljónir króna í vinning en potturinn var fjórfaldur í þessum fyrsta drætti ársins. Vinningsmiðinn var keyptur í verslun N1 á Þingeyri. Lottótölurnar eru: 1, 3, 12, 15 og 16. Bónustalan var 20. Fjórir voru með fjórar tölur réttar og bónustöluna. Fær hver þeirra rúmar 153 þúsund krónur.