17.05.2017 - 08:00 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið
Fá fjórða bátinn í hvalaskoðun
Magnús á von á að báturinn, sem ber nafnið Konsúll, verði tekinn í notkun á næstu tveimur vikum en þetta er fjórði báturinn sem sinnir hvalaskoðun hjá Ambassador.
Báturinn tekur um 70 manns í sæti. Hann er töluvert minni en aðrir hvalaskoðunarbátar fyrirtækisins, sem taka á bilinu 100-150 manns í sæti. Ganghraði bátsins er um 25 mílur í góðu veðri og er hann sérútbúinn til farþegaflutninga. Mikill vöxtur er í hvalaskoðunarferðum og fara tugþúsundir ferðamanna í bátsferðir á hverju ári á vegum Ambassador.
Morgunblaðið 17. maí 2017.