21.06.2017 - 18:18 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið
FYRSTU VINNUBÚÐIRNAR KOMNAR Í ARNARFJÖRÐ
Vinna við undirbúning Dýrafjarðarganga er að komast á fullan skrið. Í síðustu viku var byrjað að flytja á staðinn og setja upp fyrsta hluta vinnubúða í Arnarfirði. Vinnubúðirnar úr Kerlingarfirði, en þar hafa þær staðið sían Suðuverk lauk vegagerð um Kerlingarfjörð og Kjálkafjörð árið 2015.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru búðirnar skammt frá Mjólkárvirkjun, en þar hafa staðið vinnubúðir áður í tengslum við virkjunina.
Einnig er búið að leggja bráðabirgðarveg að jarðgangamunnanum í Arnarfirði. Vegurinn verður nýttur við til að koma upp aðstöðu á framkvæmdasvæðinu, eins og t.d. verkstæði og fleira