A A A
  • 1954 - Henryka Biala
  • 1983 - Kristinn Már Jónsson
17.02.2017 - 20:22 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Björn Ingi Bjarnason

Eyrarrósin á Eistnaflug

Viđurkenning. - Forsvarsmenn ţungarokkshátíđarinnar Eistnaflugs tóku viđ Eyrarrósinni viđ hátíđlega athöfn í Verksmiđjunni á Hjalteyri í gćr. Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur upp á tvćr milljónir króna sem kemur sér vel.
Viđurkenning. - Forsvarsmenn ţungarokkshátíđarinnar Eistnaflugs tóku viđ Eyrarrósinni viđ hátíđlega athöfn í Verksmiđjunni á Hjalteyri í gćr. Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur upp á tvćr milljónir króna sem kemur sér vel.

Þungarokkshátíðin Eistnaflug handhafi Eyrarrósarinnar. 
Alþýðuhúsið og Vesturfarasetrið hlutu líka verðlaun.

Þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupstað hlaut í gær Eyrarrósina 2017, verðlaunin sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Forsetafrúin Eliza Reid, sem er verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin við athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, en starfsemin þar hlaut verðlaunin í fyrra og hefur myndast sú hefð að afhenda verð- launin hverju sinni í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs.

Verðlaunin sem Eistnaflug hlýtur er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk nýs verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði.

Alþýðuhúsið á Siglufirði og Vesturfarasetrið á Hofsósi, sem einnig voru tilnefnd til verðlaunanna, hlutu hvort um sig 500 þúsund krónu peningaverðlaun. Nýr samningur um verðlaunin

Að Eyrarrósinni standa í sameiningu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands og var þetta í þrettánda sinn sem verðlaunin voru veitt.

Við upphaf athafnarinnar í Verksmiðjunni undirrituðu Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, samninga um áframhaldandi samstarf um Eyrarrósina til ársins 2020.

 

 

Morgunblaðið 17. febrúar 2017.


 

 

« Október »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31