20.05.2015 - 21:49 | BIB,bb.is
Erna Höskuldsdóttir ráðin skólastjóri á Þingeyri
Þormóður Logi Björnsson hefur verið ráðinn skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri og Erna Höskuldsdóttir ráðin skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri.
Minnisblað bæjarstjóra og mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar um umsækjendur og tillögu að ráðningum var tekið fyrir á fundi fræðslunefndar í vikunni.
Þrír sóttu um stöðuna á Þingeyri en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur á Suðureyri voru einnig þrír.
Minnisblað bæjarstjóra og mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar um umsækjendur og tillögu að ráðningum var tekið fyrir á fundi fræðslunefndar í vikunni.
Þrír sóttu um stöðuna á Þingeyri en einn dró umsókn sína til baka. Umsækjendur á Suðureyri voru einnig þrír.