A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
Frá Dýrafjarðardögum 2009
Frá Dýrafjarðardögum 2009
Dýrafjarðardagar verða með veglegra móti þetta árið og æ fleiri atriði bætast við dagskrána. Sunnudaginn 4. júlí kl. 16:30 mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur halda erindi á Veitingahorninu um bók sína Auði Djúpúðgu og sýna myndir frá sögusviði hennar. Umfjöllunina er hægt að tengja við víkinga og landnámsöld. Þá ætlar leiklistarhópurinn Morrinn að frumsýna barnaleikrit á Víkingasvæðinu laugardaginn 3. júlí kl. 14:30. Einnig er athygli vakin á að ballinu, sem verður haldið í Félagsheimilinu á föstudagskvöldið, hefur verið flýtt um klukkustund. Það byrjar kl. 21:00 en ekki kl. 22:00 eins og áður hefur verið auglýst. Uppfærða dagskrá Dýrafjarðardaga má sjá hér.
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31