30.06.2010 - 21:52 | JÓH
Enn bætist við dagskrá Dýrafjarðardaga
Dýrafjarðardagar verða með veglegra móti þetta árið og æ fleiri atriði bætast við dagskrána. Sunnudaginn 4. júlí kl. 16:30 mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur halda erindi á Veitingahorninu um bók sína Auði Djúpúðgu og sýna myndir frá sögusviði hennar. Umfjöllunina er hægt að tengja við víkinga og landnámsöld. Þá ætlar leiklistarhópurinn Morrinn að frumsýna barnaleikrit á Víkingasvæðinu laugardaginn 3. júlí kl. 14:30. Einnig er athygli vakin á að ballinu, sem verður haldið í Félagsheimilinu á föstudagskvöldið, hefur verið flýtt um klukkustund. Það byrjar kl. 21:00 en ekki kl. 22:00 eins og áður hefur verið auglýst. Uppfærða dagskrá Dýrafjarðardaga má sjá hér.