28.06.2012 - 00:59 | Tilkynning
Endurbætur á sjónvarps- og útvarpssendingum Vodafone á Þingeyri
Í dag, fimmtudaginn 28.júní, mun Vodafone færa sjónvarpssendi Digital Ísland fyrir Þingeyri í Dýrafirði upp á Sandafell. Hætt verður að nota núverandi sendistað sem er staðsettur að Höfðaodda. Markmiðið með aðgerðunum er að bæta enn frekar
sjónvarpsútsendingar á svæðinu. Sjónvarpsmerki frá nýjum sendi á Sandafelli mun í flestum tilvikum vera nægilega sterkt til að óþarfi sé fyrir íbúa að snúa loftnetum sínum eftir breytingarnar. Ef einhverjir verða varir við að gæði sjónvarps-útsendingar minnki eftir fimmtudaginn er þeim bent á að snúa sjónvarpsloftneti sínu upp að Sandafelli. Ekki þarf að breyta stillingum myndlykla vegna þessa. Jafnframt mun Vodafone setja sendi fyrir Bylgjuna upp á Sandafelli. Hann mun þjóna Þingeyri og nágrenni og verður Bylgjan send út á tíðninni 91,7 MHz. Bylgjusendir verður að auki settur upp á Bíldudal á næstu dögum og verður tíðnin þar 95,3 MHz.
sjónvarpsútsendingar á svæðinu. Sjónvarpsmerki frá nýjum sendi á Sandafelli mun í flestum tilvikum vera nægilega sterkt til að óþarfi sé fyrir íbúa að snúa loftnetum sínum eftir breytingarnar. Ef einhverjir verða varir við að gæði sjónvarps-útsendingar minnki eftir fimmtudaginn er þeim bent á að snúa sjónvarpsloftneti sínu upp að Sandafelli. Ekki þarf að breyta stillingum myndlykla vegna þessa. Jafnframt mun Vodafone setja sendi fyrir Bylgjuna upp á Sandafelli. Hann mun þjóna Þingeyri og nágrenni og verður Bylgjan send út á tíðninni 91,7 MHz. Bylgjusendir verður að auki settur upp á Bíldudal á næstu dögum og verður tíðnin þar 95,3 MHz.