A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
01.05.2017 - 12:57 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

Emil Ragnar Hjartarson skrifar: FYRSTI MAÍ

Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
Emil Ragnar Hjartarson. Ljósm.: BIB
Feður okkar og mæður háðu harða baráttu fyrir kjörum sem okkur finnst nú undarlegt að ekki hafi verið sjálfsögð mannréttindi. Almennar tryggingar, sjúkratryggingar samningsréttur, lífeyrir, lögboðinn hvíldartími, verkamannnabústaðir.

Ekkert fékkst nema fyrir harða baráttu og miiklar fórnir vinnandi fólks. Það kostaði langvarandi verkfall að koma á atvinnuleysistryggingum. Ég nefni þetta sem fáein dæmi af fjölmörgum.

Nú er okkur sagt að meira góðæri ríki á Íslandi en nokkru sinn.

Þjóðartekjur hærri en dæmi eru til um,--sameiginlegur sjóður okkar allra, ríkissjóður,öflugur. -Samt líður fjöldi fólks skort, sjúklingar eiga ekki fyrir lyfjum, ungu fólki ókleift að eignast húsnæði, leigumarkaður í krumlum fjárplógsmanna, fólk í sjávarbyggðum ofurselt duttlungum þeirra sem "eiga" sameiginlega auðlind, fiskinn í sjónum,,stjórnvöld níðast á öryrkjum og eldri borgurum, hagtölur mæla aukinn kaupmátt--ég þekki engan sem hefur orðið þess var--fjármunir fluttir í tortolur og engeyjar skattaskjólanna- eitthvað er rotið.

Það er mikil barátta frammundan--barátta um réttláta skiptingu, barátta gegn spillingu, barátta gegn gengdarlausri gróðafíkn sem kemur niður á almenningi. Barátta fyrir heiðarleika og sanngirni yfirleitt.


Gleðilega hátíð fyrsta maí.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31