A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
03.07.2015 - 19:09 | Hallgrímur Sveinsson

Ekki slegið slöku við!

Þeir slá ekki slöku við ungu mennirnir og frændurnir Sindri Þór og Vilhelm Stanley. Enda eiga þeir að erfa landið! Ljósm. H. S.
Þeir slá ekki slöku við ungu mennirnir og frændurnir Sindri Þór og Vilhelm Stanley. Enda eiga þeir að erfa landið! Ljósm. H. S.

Þessa ungu og myndarlegu menn og frændur, Sindra Þór Hafþórsson  og Vilhelm Stanley Steinþórsson, hittum við á Þingeyri áðan. Þeir voru í óða önn að snyrta og slá með galdraprikunum sínum.  Svo eru auðvitað allir aðrir á Þingeyri í óða önn að gera fínt hjá sér fyrir Dýrafjarðardagana.

   Þegar gamla fólkið sá sláttuorfin fyrst, þegar þau komu á markað, þá talaði það um að þetta væru galdraprik. Það hefði nú verið munur að hafa svona tæki í gamla daga í staðinn fyrir orf og ljá upp á gamla móðinn!

Líklega hefur Sæmundur hinn fróði bóndi í Odda látið vinnumenn sína slá með einhverjum svipuðum tólum. 


Og hér má sjá Dýrafjörðinn í beinni í boði Snerpu: 

http://snerpa.is/allt_hitt/vefmyndavelar/3/


Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30