07.04.2010 - 00:36 | BB.is
Ekki ástæða til að fara út í samrekstur
Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða að svo komnu máli til að fara út í samrekstur leik-og grunnskóla á Þingeyri. Á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar var lögð fram skýrsla starfhópsins um samrekstur skólanna á Þingeyri. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þakkaði fyrir vandaða skýrslu og hvatta skólastjóra skólana til að horfa sérstaklega á markmiðssetningu með sameiningu þegar litið verður til samstarfsverkefna á næstum árum.