Eins og skrattinn úr sauðarleggnum!
Fyrir nokkru talaði Þóra Arnórsdóttir í Kastljósi við erlendan sérfræðing í bankamálum, Rob Galasky, ungan mann sem bauð af sér góðan þokka. Þessi ágæti maður sagði m. a. eitthvað á þessa leið:
-Sigurvegararnir í bankmálum verða þeir sem vinna út frá viðskiptavininum.
-Sá tími getur verið skammt undan að gjaldkerinn í stúkunni í útibúinu fái hærri laun en þeir sem nú stimpla sig inn í bönkunum og hirða hæstu launin.
Svo mörg voru þau orð og fleiri spakleg.
Rétt í þessu kemur svo frétt á mbl.is eins og skrattinn úr sauðarleggnum að núverandi og fyrrverandi starfsmenn íslenska eignaumsýslufélagsins ALMC, sem áður var Straumur-Burðarás, hafi fengið í lok síðasta árs milljarða í bónusgreiðslur. Fyrir hvað? Stimpla sig inn kannski? Fyrrum forstjóri bankans segir að þetta sé í takti við þróunina erlendis! Nema hvað!
DV greindi frá bónusgreiðslunum í morgun en samkvæmt heimildum blaðsins fengu um 20 til 30 starfsmenn greiddar um 23 milljónir evra, eða sem jafngildir um 3,3 milljörðum íslenskra króna, í desmber sl. Mundi það ekki vera svona 150 milljónir á kjaft?
Sínum augum lítur hver á silfrið eins og þar stendur!