27.08.2015 - 16:25 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Einar Sigurðsson, Einsi nikk
Svipmyndir úr sögu Kaupfélags Dýrfirðinga 1:
Einar Sigurðsson (26. jan. 1910 - 28. marz 1977) er mörgum minnisstæður. Hann var einn af þessum trúföstu og lipru starfsmönnum K. D. í áratugi. Utan-og innanbúðarmaður í versluninni.
Hann kom aðeins við sögu hjá honum Emli Hjartarsyni í skemmtilegri sögu um daginn á Þingeyrarvefnum.
Ástæðan fyrir því að Einar var kallaður Einsi nikk var sú, að hann nikkaði gjarnan til höfðinu þegar hann var að tala við fólk.
Svo segja fróðir menn.
Hallgrímur Sveinsson.