23.12.2014 - 22:52 | BIB,Vestfirska forlagið
Ein góð úr bókinni -Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu-
Vertu bara rólegur
Dýrfirðingurinn Jón Jónsson, skraddari, var afkomandi Sighvatar Grímssonar, Borgfirðings á Höfða þar í firði. Frásagnargáfuna fékk hann í ómældum skömmtum frá fræðimanninum. Sem og þeir fleiri afkomendur hans. Hann var eldheitur kommi. Það kom ekki í veg fyrir það að þeir Matthís Bjarnason voru miklir mátar. Eiginlega stórvinir.
Eitt sinn voru þeir félagar að ræða um kommúnismann. Þá klappaði Jón skraddari á öxlina á Matthíasi og sagði: Vertu ekki svona bráðlátur, vinur minn. Það tekur minnst 400 ár að skapa fullkominn kommúnisma. Vertu bara rólegur!
Vestfirska forlagið 20 ára.
http://vestfirska.is/index.php/is/