26.03.2010 - 21:10 | BB.is
Eikin heldur áfram að blómgast
Fjórða sýning leikverksins Eikin ættar minnar fer fram á Þingeyri laugardagskvöld. Leikverkið tengist sögu Dýrafjarðar og fjallar um Ólaf Jónsson á Söndum í Dýrafirði sem var uppi á 16. öld. Þótti hann mjög merkur maður en Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem einnig sér um tónlistarflutning. Síðustu tvær sýningarnar fara síðan fram um páskana. Í tilefni af því að sýningin renni brátt sitt skeið verður hópum, tíu manna eða fleiri, boðið upp á magnafslátt. Nánari upplýsingar um það eru í síma 848 4055.
Óhætt er að segja að leiklistarlífið blómstri um þessar mundir á Þingeyri en grunnskólanemar héldu fyrri árshátíðarsýningu sína í gærmorgun og þá síðari um kvöldið.