A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
02.05.2017 - 14:01 | Vestfirska forlagið,Bændablaðið,Björn Ingi Bjarnason

„Eftirherman og orginalinn“ stefna vestur á firði nú í byrjun maí

„Eftirherman og orginalinn“ stefna vestur á firði nú í byrjun maí.
„Eftirherman og orginalinn“ stefna vestur á firði nú í byrjun maí.
« 1 af 2 »
„Þetta prógramm okkar Jóhannesar, „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa“, hefur fengið geysigóðar viðtökur. Við höfum verið með troðfullt í Salnum í Kópavogi og Landnámssetrinu í Borgarnesi hvað eftir annað og það er mikið hlegið,“ segir Guðni Ágústsson, sem ríður nú um héruð ásamt Jóhannesi Kristjánssyni.

„Enn fremur förum við út á land og það er sama sagan, aðsóknin er góð.“ Guðni segir að tilefnið sé fjörutíu ára leikafmæli Jóhannesar Kristjánssonar. Hann hefur glatt þjóðina sem skemmtikraftur í fjörutíu ár en hann er landskunnur fyrir eftirhermur og hefur til að bera þá óvenjulegu hæfileika sem eftirherma að hann holdgervist og verður á sviðinu nánast eins og fórnarlambið.

„Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Guðni. „Þó mér þætti árin eða áratugirnir sem ég var í pólitíkinni skemmtilegir þá er þetta öðruvísi, nú segir maður sögur af skemmtilegu fólki og brandara. Svo á ég Jóhannesi mikið að þakka, hann hermdi svo vel eftir mér að menn rugluðust á okkur hvor væri hvor og hann taldi fólki trú um að ég væri ekki eins leiðinlegur og ég leit út fyrir að vera.

Nú erum við að fara vestur á firði í maí og þar er nú gaman að vera með Jóhannesi á heimaslóðum hans, þar er hann dáður sem eftirherma frá barnsaldri og hermir eftir öðrum hverjum manni á svæðinu.

Við vorum á Hótel Selfossi núna föstudagskvöldið 28. apríl fyrir troðfullum sal og enn einu sinni í Landnámssetrinu á sunnudaginn þar sem alltaf hefur verið fullt hús hjá okkur.

Svo erum við að fara á Hólmavík, í Bolungarvík og á Patreksfjörð fimmtudagskvöldið 4. maí, föstudag og laugardag 5. og 6. maí. Fólkið segir okkur að það bíði spennt eftir komu okkar og hlakki til að hlæja með okkur. Þetta er nú öðruvísi en pólitísku fundirnir, þá biðu menn eftir að ræðunni lyki, nú klappar fólkið okkur upp segir Guðni að lokum og hlær.




« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31