Ef og hefði…….
„Kvótanum átti að deila á milli fiskvinnsluhúsa, skipa og báta á hverju tilgreindu svæði. Ekki skipti máli hvar fiskinum yrði landað innan hvers löndunarsvæðis. Innan þess mátti jafnframt framselja hann milli fiskverkenda og báta.“
Þetta var bakfiskurinn í tillögum þeirra Steingríms Hermannssonar og Baldurs Jónssonar á sínum tíma, sem við Bjarni G. Einarsson höfum leyft okkur að rifja upp. Hugsið ykkur lesendur góðir. Það mátti sem sagt framselja kvótann hvar sem var innan Vestfjarðasvæðisins. Út af svæðinu mátti hann hins vegar aldrei fara. Bara ef menn hefðu nú borið gæfu til að fara að þessum flottu tillögum þeirra félaga. Þá væri væntanlega öðru vísi umhorfs í hinum svokölluðu krummaskuðum okkar. Er orðið of seint að snúa við? Er ekki enn hægt að binda hluta af fiskveiðiheimildum þjóðarinnar við ákveðin svæði?
Hallgrímur Sveinsson.