19.11.2013 - 13:52 | bb.is,BIB
EagleFjord vill afnot af Salthúsinu
Ferðaþjónustufyrirtækið EagleFjord hefur óskað eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um afnot af Salthúsinu á Þingeyri, en EagleFjord hyggst flytja starfsemi sína til Þingeyrar á næsta ári. Beiðnin var tekin fyrir á fundi umhverfisnefndar í síðustu viku, en þar var sviðsstjóra falið að leita nánari upplýsinga. „Ég óskaði eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um húsið,“ segir Jón Þórðarson, eigandi EagleFjord.
„Þær viðræður eiga greinilega að fara fram, og það er fagnaðarefni. Markmiðið er náttúrulega ferðaþjónusta, en ég vil segja sögu Þingeyrar í máli og myndum. Þarna yrði ekki um að ræða neitt víkingaþema, en miklu frekar sögu nítjándu og tuttugustu aldar. Ég er að huga að heilsársstarfsemi, ekki bara yfir sumarið.“
„Þetta verður í bland matarupplifun og saga, en ekki eins og að setjast á veitingahús og fá sér að borða. En það veltur auðvitað á viðræðum við bæinn hvað verður hægt að gera.“
herbert@bb.is
„Þær viðræður eiga greinilega að fara fram, og það er fagnaðarefni. Markmiðið er náttúrulega ferðaþjónusta, en ég vil segja sögu Þingeyrar í máli og myndum. Þarna yrði ekki um að ræða neitt víkingaþema, en miklu frekar sögu nítjándu og tuttugustu aldar. Ég er að huga að heilsársstarfsemi, ekki bara yfir sumarið.“
„Þetta verður í bland matarupplifun og saga, en ekki eins og að setjast á veitingahús og fá sér að borða. En það veltur auðvitað á viðræðum við bæinn hvað verður hægt að gera.“
herbert@bb.is