A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
13.11.2012 - 21:42 | bb.is

Dýrfiskur sækir um starfsleyfi

Dýrfiskur ehf., vill starfsleyfi fyrir sjóeldi í Dýrafirði.
Dýrfiskur ehf., vill starfsleyfi fyrir sjóeldi í Dýrafirði.
Umhverfisstofnun hefur sent bæjarráði Ísafjarðarbæjar erindi þess efnis að Dýrfiskur ehf., hafi sótt um starfsleyfi til sjóeldis í Dýrafirði.

Umhverfisstofnun hefur unnið að tillögu að starfsleyfi þar sem lagt er til að rekstraraðila verði heimilt að framleiða allt að 2000 tonn af regnbogasilungi og laxi á ári. Vinna við starfsleyfið nær aftur til ársins 2009 þegar Skipulagsstofnun gaf út úrskurð þess efnis að sjóeldiskví fyrir allt að 2000 tonn af regnbogasilungi og/eða laxi í Dýrafirði, væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. 

Umsókn um starfsleyfi barst á síðasta ári og þótt umsóknin ekki fullnægjandi að mati Umhverfisstofnunar. Umsóknin var bætt og síðan samþykkt í febrúar í ár. Þar sem margir hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma að staðsetningu sjóeldisins s.s. smábátaleiga, sjóstangveiði og ferðir víkingaskipsins Vésteins, hefur Umhverfisstofnun ákveðið að auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrir Dýrfisk ehf.

Jafnframt hefur nokkrum opinberum aðilum verið sent tillagan til umsagnar.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31