A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
04.11.2016 - 08:17 | Vestfirska forlagið,Viðskiptablaðið

Dýrfirðingurinn Karítas Diðriksdóttir ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi

Dýrfirðingurinn Karítas Diðriksdóttir.
Dýrfirðingurinn Karítas Diðriksdóttir.

Dýrfirðingurinn Karítas Diðriksdóttir, með ræturnur að Núpi í Dýrafirði en móðir hennar er Viktoría Valdimarsdóttir, hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. Karítas er nýflutt til Íslands eftir 8 ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann m.a. með tískumerkjunum Marc Jacobs, Kenzo og Valentino. Karítas mun styðja við öran vöxt fyrirtækisins á erlendum og innlendum mörkuðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá igo+indi.

Karítas er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði skiptinám við CBS í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt.

iglo+indi hefur verið í miklum vexti frá stofnun fyrirtækisins árið 2008 og eru vörur þess nú seldar í 18 löndum. Öll hönnun og þróun á barnafötum iglo+indi fer fram hér á landi en allur fatnaðurinn er framleiddur í fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal. Handteiknaðar myndir og mynstur, þægileg snið og GOTS vottuð mjúk lífræn bómull eru það sem gerir iglo+indi að skemmtilegu og einstöku merki fyrir börn á aldrinum 0-11 ára.  Vörur fyrirtækisins eru seldar í 100 verslunum út um allan heim.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31