A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Þór­unn Sunn­eva Elfars­dótt­ir varð dúx Fjöl­braut­ar­skól­ans í Breiðholti. Ljósm.: mbl.is
Þór­unn Sunn­eva Elfars­dótt­ir varð dúx Fjöl­braut­ar­skól­ans í Breiðholti. Ljósm.: mbl.is

„Ég myndi segja að það sé að tækla hlut­ina strax og vera ekki að slá þeim á frest og hafa gam­an að því sem maður er að gera,“ seg­ir Þór­unn Sunn­eva Elfars­dótt­ir sem varð dúx Fjöl­braut­ar­skól­ans í Breiðholti á út­skrift­inni í dag. 

Þór­unn er dótt­ir þeirra Elfars Loga Hann­es­son­ar (frá Bíldudal) og Marsi­bil­ar Kristjáns­dótt­ur (frá Þingeyri) en þau búa á Ísafirði. 

Þór­unn var á fata- og tex­tíl­braut skól­ans og hlaut hún við út­skrift­ina verðlaun fyr­ir ís­lensku og besta ár­ang­ur­inn á fata- og tex­tíl­braut. Að auki fékk hún viður­kenn­ingu frá Soroptim­ista­klúbbi Hóla og Fella.

Þór­unn seg­ir að mik­il­vægt sé að sjá það skemmti­lega í því sem maður er að læra. „Ég lærði að hafa gam­an að öllu sem ég lærði. Ég fékk verðlaun fyr­ir ís­lensku og tex­tíl en ann­ars var ég með svipaðar ein­kunn­ir í öll­um fög­um.“

Alltaf unnið mikið með skóla

Aðspurð hvað taki nú við seg­ist hún ætla að leggja fyr­ir sig fata­hönn­un. „Annað hvort fer ég í Lista­há­skól­ann eða fer út að læra. Ég ætla að kíkja á nám­skeið og búa til flotta port­folio-möppu, það er svo margt spenn­andi í boði.“

En fyrst tek­ur hún sér árs frí þar sem hún tek­ur við versl­un sem hún hef­ur unnið í und­an­far­in ár. Hún hef­ur alltaf unnið í 50% vinnu með skóla, sem ger­ir náms­ár­ang­ur henn­ar enn at­hygl­is­verðari. Hún hef­ur eng­an tíma fyr­ir sum­ar­frí og hef­ur strax hafið störf að fullu. „Ég kann ekki að fara í frí. Ég hef alltaf unnið 50% með skóla, ég þekki ekk­ert annað,“ seg­ir Þór­unn.

Hún ber fata- og tex­tíl­braut­inni í FB vel sög­una. „Þetta er frá­bær braut, lít­il og það þekkj­ast all­ir. Námið er mjög spenn­andi og maður fær mikið frelsi til að vera skap­andi og gera það sem maður sjálf­ur vill.“

Af www.mbl.is


 

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31