Dýrfirðingur bikarmeistari með Stjörnunni í körfubolta
Stjarnan í Garðabæ varð í gær, laugardaginn 21. feb. 2015, bikarmeistari karla í körfuknattleik karla í þriðja skipti í sögu félagsins og í þriðja skipti síðan 2009.
Stjarnan vann KR í úrslitaleik Poweradebikars karla í Laugardalshöll 85:83 eftir ótrúlega spennandi lokamínútur.
Meðal bikarmeistara Stjörnunnar er Dýrfirðingurinn Ágúst Angantýsson (Jónassonar).
Garðbæingar gersamlega trylltust af fögnuði og hoppuðu upp í áhorfendastúku til sinna dyggu og hörðu stuðningsmanna sem sköpuðu stemningu sem ég hef varla orðið vitni að hérlendis enda dramatíkin engu lík. Sagan frá 2009 endurtók sig þegar Stjarnan vann firnasterkt lið KR en aftur töldu sérfræðingar KR-liðið sigurstranglegra enda liðið á toppnum í Dominos-deildinni.