A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
21.07.2017 - 15:22 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirðingar slá í gegn í Stavanger

Dýrfirðingurinn Sig­urður Rúnar Ragnarsson og Guðrún Eyjólfsdóttir, tengdadóttir Dýrafjarðar, reka nú ísbúðina Moogoo en einnig veit­ingastaðinn Spiseriet.
Dýrfirðingurinn Sig­urður Rúnar Ragnarsson og Guðrún Eyjólfsdóttir, tengdadóttir Dýrafjarðar, reka nú ísbúðina Moogoo en einnig veit­ingastaðinn Spiseriet.
« 1 af 3 »

Íslensk ísbúð var opnuð í norsku borg­inni Stavan­ger í gær, fimmtudaginn 20. júlí 2017, á Þorláksmessu að sumri.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og var röð út úr dyr­um bæði í gær og í dag. Eig­end­ur ísbúðar­inn­ar, sem heit­ir MooGoo, eru tvö ís­lensk pör, þau Elín Jóns­dótt­ir og Daní­el Sig­ur­geirs­son, og Dýrfirðingurinn Sig­urður Rún­ar Ragn­ars­son og tengdadóttir Dýrafjarðar, Guðrún Eyjólfsdóttir.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Sig­urður að hann og Guðrún hafi flutt til Stavan­ger fyr­ir átta og hálfu ári. „Við sáum strax í byrj­un að það yrði mjög góð viðbót við bæ­inn að opna ís­lenska ísbúð,“ seg­ir Sig­urður. „En það var ekki fyrr en um fyr­ir einu og hálfu ári síðan sem við og Elín og Daní­el byrjuðum að tala um það af al­vöru að opna hérna ísbúð.“

Bragðaref­ur­inn vin­sæl­ast­ur

Eins og fyrr seg­ir opnaði búðin í gær og seg­ir Sig­urður viðtök­urn­ar hafa verið mjög góðar. „Þetta var langt fram úr vænt­ing­um. Við höf­um í raun ekk­ert aug­lýst okk­ur nema á Face­book en þetta hef­ur aug­ljós­lega vakið áhuga. Staðarblöðin hérna í Stavan­ger voru mætt á staðinn áður en það opnaði. Það var síðan röð út úr dyr­um hérna í gær og er núna.“

Sig­urður seg­ir að ís sé seld­ur í flest­um sjopp­um í borg­inni en að hann kom­ist ekki í ná­vígi það sem er þekkt á Íslandi þegar það kem­ur að úr­vali. Hann seg­ir Moogoo svipaða og ís­lensku ísbúðirn­ar en boðið er upp á hluti eins og trúðaís og bragðaref. „Við köll­um bragðaref­inn MooGoo special hérna og hann er bú­inn að vera efst­ur á sölu­list­an­um síðan í gær. Þetta er al­gjör­lega nýtt fyr­ir Norðmönn­um.“

 

Sum­ir komu þris­var í gær

Hann seg­ir að í búðina hafi komið margt Íslend­inga og eins fólk sem hef­ur verið á Íslandi sem er búið að hlakka til að koma og smakka. „Sum­ir komu þris­var í gær með mis­mun­andi vini sína til að smakka,“ seg­ir Sig­urður en æðis­legt veður er í Stavan­ger í dag, 27 stiga hiti og sól. Þá er mat­ar­hátíð í borg­inni og tugþúsund­ir manna í bæn­um.

Það þýðir reynd­ar að það sé nóg að gera hjá Sig­urði og Guðrúnu en þau reka veit­inga­húsið Spiseriet sem er í tón­list­ar­hús­inu í Stavan­ger. Sig­urður er fram­kvæmda­stjóri staðar­ins síðan í janú­ar og Guðrún veit­inga­stjóri. „Það geng­ur rosa vel og núna er allt á suðupunkti í kring­um þessa hátíð,“ seg­ir Sig­urður.

Bæta í úr­valið í haust

Spurður um fram­haldið þegar það kem­ur að MooGoo seg­ist hann ekki hafa áhyggj­ur af því að Norðmenn muni hætt að borða ís þegar það kóln­ar í veðri í haust. „Ísbíll­inn keyr­ir hér um göt­urn­ar á vet­urna á nagla­dekkj­um þannig við erum ekki með mikl­ar áhyggj­ur. En í haust ætl­um við að bæta við úr­valið, hafa hluti eins og nýbakaðar vöffl­ur með ís og kakó,“ seg­ir hann.

Hér má fylgj­ast með MooGoo á Face­book.


M
orgunblaðið 21. júlí 2017


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31